Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum  mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...

Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum  mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur.

IMG_6389

Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
1 msk engifer, smátt söxuð
1 stór sæt kartafla, skorin í litla bita
2 gulrætur, skorin í litla bita
5 döðlur saxaðar, ég nota þessar frá Himneskri Hollustu en þær eru stórar og safaríkar
1 msk olía
1 msk kókosolía, t.d. frá Himneskri hollustu
1/2 tsk kanill
½ tsk salt
240 ml vatn
1 dl kasjúhnetur, t.d. frá Himneskri hollustu
Fersk steinselja eða kóríander til skrauts (má sleppa)

  1. Setjið 1 msk af olíu á pönnu og steikið engifer í um mínútu.
  2. Setjið grænmetið því næst út á pönnuna ásamt döðlunum. Kryddið og léttsteikið.
  3. Hellið vatninu yfir og látið malla í 10 mín eða þar til að kartöflurnar eru tilbúnar.
  4. Stráið kasjúhnetum og ferskum kryddjurtum yfir og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.