Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)
Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)
Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)

Innihaldslýsing

3 msk hitaþolin steikingarolía, t.d. frá Himnesk hollusta
2 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, saxaður
4-6 kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
800 g kjúklingabaunir, t.d. frá Himnesk hollusta
1 dós (400g) tómatmauk
500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð
2 stk vorlaukur, sneiddur
2 msk fersk steinselja
salt og pipar
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu. Setjið lauk og hvítlauk á pönnuna og steikið í 2-3 mín eða þar til laukurinn er orðinn glær. Hrærið stöðugt í blöndunni á meðan.
2.Setjið öll kryddin fyrir kryddblönduna saman og látið út á pönnuna.
3.Bætið kartöflunum saman við og þekið í kryddblöndunni. Bætið smá vatni út á pönnuna ef kryddið er farið að festast við pönnuna.
4.Setjið kjúklingabaunir, tómatmauk og soðið út á pönnuna og látið malla í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn og sósan orðin þykkari.
5.Saltið að eigin smekk og stráið vorlauk og ferskri steinselju yfir allt.
6.Berið fram með naan brauði og hrísgrjónum.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.