Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)
Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)
Indverskur karrý kjúklingabaunaréttur (Chana alo curry)

Innihaldslýsing

3 msk hitaþolin steikingarolía, t.d. frá Himnesk hollusta
2 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, saxaður
4-6 kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
800 g kjúklingabaunir, t.d. frá Himnesk hollusta
1 dós (400g) tómatmauk
500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð
2 stk vorlaukur, sneiddur
2 msk fersk steinselja
salt og pipar
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu. Setjið lauk og hvítlauk á pönnuna og steikið í 2-3 mín eða þar til laukurinn er orðinn glær. Hrærið stöðugt í blöndunni á meðan.
2.Setjið öll kryddin fyrir kryddblönduna saman og látið út á pönnuna.
3.Bætið kartöflunum saman við og þekið í kryddblöndunni. Bætið smá vatni út á pönnuna ef kryddið er farið að festast við pönnuna.
4.Setjið kjúklingabaunir, tómatmauk og soðið út á pönnuna og látið malla í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn og sósan orðin þykkari.
5.Saltið að eigin smekk og stráið vorlauk og ferskri steinselju yfir allt.
6.Berið fram með naan brauði og hrísgrjónum.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.