Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja  (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...

Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja  (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að: gerið mikið, mjög mikið, af súpunni og njótið hennar lengi, lengi. Og bjóðið með ykkur: það er allt of oft horft fram hjá matarmiklum súpum sem fyrirtaksmöguleika fyrir skyndimatarboðið. Bara gott brauð með og basta!

ítölsk kjötsupa

Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Fyrir 4
Eldunartími 30 mínútur
500 g. nautakjöt
2 rauðlaukar
2 stórar gulrætur
½ rauð paprika
5 hvítlauksrif, pressuð
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
140 g tómatpurré
4 tsk rautt pestó
800 ml vatn 4 tsk oregano
2 tsk basil
2 teningar grænmetiskraftur
Pipar

  1. Skerið nautakjötið niður og kryddið með pipar. Látið 1 msk af olíu í pott og léttsteikið kjötið. Takið til hliðar.
  2. Skerið allt grænmetið niður, annaðhvort fínskorið eða gróft eftir smekk hvers og eins, steikið í pottinum þar til það er orðið mjúkt.
  3. Setjið núna öll hráefnin í pottinn og látið malla í um 20 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.