Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu sem sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum.
Til að flýta fyrir má að sjálfsögðu kaupa tilbúinn marengs.
1. | Marengs: Þeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið í 5 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn stífur. |
2. | Hrærið Rice Kripsies varlega saman við með sleif. |
3. | Teiknið 3 mismunandi stóra hringi á smjörpappír. Stór sem fer neðst, minni og svo minnsti botninn sem fer efst. |
4. | Látið í 130°c heitan ofn í 90 mínútur. |
5. | Þeytið rjómann og skerið jarðaberin niður. Blandið rjóma, jarðaberjum, kókosbollum og Daim saman í skál. |
6. | Setjið stærsta botninn á kökudisk, ráði kókosbollurjómann yfir og endurtakið með hina botnana. |
7. | Skreytið með berjum, myntulaufum og stráið flórsykri yfir allt. |
Leave a Reply