Innihaldslýsing

200 g döðlur
200 ml soðið vatn
1 tsk matarsódi
75 g salt
2 tsk dökkt sýróp
50 g púðursykur
2 stór egg
150 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 krukka Dark Chocolate Sea Salt Caramel frá Stonewall Kitchen
Fyrir 6-8

Leiðbeiningar

1.Setjið döðlurnar saman við soðið vatn og bætið matarsóda saman við. Hrærið og látið standa í 10 mínútur.
2.Hrærið smjör og síróp saman og bætið síðan sykri saman við.
3.Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel.
4.Setjið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið í smá stund eða þar til þetta hefur allt blandast vel saman.
5.Setjið deigið í smurt ofnfast mót og látið í 180°c heitan ofn í 30 mínútur.
6.Takið úr ofni og stingið göt á hana með prjóni eða hníf.
7.Hitið súkkulaðikaramellusósuna lítillega og hellið yfir kökuna. Berið afganginn fram með kökunni ásamt ís og/eða rjóma.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Stonewall Kitchen

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.