Kanilsnúðar með vanillukremi
Kanilsnúðar
125 ml mjólk
2 tsk þurrger
300 g hveiti
2 msk sykur
1/2 tsk kardimommudropar
1 tsk vanillusykur
1/2 tsk salt
50 g smjör, brætt og kælt
1 stórt egg
Hitið mjólk þar til hún hefur náð stofuhita. Hellið í skál og setjið gerið í hana. Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og hnoðið. Setjið í skál og hyljið með rökum klút. Látið hefast í 30 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Fletjið deigið út í 25x28 cm. Dreifið kanilfyllingunni yfir deigið. Hellið vanillukreminu yfir allt. Rúllið deiginu upp og skerið í 7 snúða. Látið snúðana í bökunarform um 23 cm stórt. Bakið í 180°c heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofni og kælið. Þið getið stráð flórsykri yfir snúðana eða gert glassúr með 100 g flórsykri, 2 msk heitu vatni og 1 tsk vanillusykri.
Vanillukrem
1 msk maizenamjöl (stivelse)
2 dl rjómi
2 eggjarauður
20 g sykur
klípa salt
2 tsk vanilluduft
Hrærið rjóma og maizenamjöli vel saman. Látið í pott ásamt eggjarauðum, sykri og salti. Hitið yfir meðalhita og hrærið stöðugt í. Þegar blandan hefur þykknað lækkið hitann og hrærið áfram í eina mínútu. Setjið í skál með plastfilmu upp að kreminu svo það myndi ekki skán.
Kanilfylling
50 g mjúkt smjör
50 g sykur
2 tsk kanill
1 tsk kardimommudropar
Hrærið öllu saman.
Ég mæli með að setja flórsykur yfir snúðana eða leyfa krökkunum að skreyta þá með glassúr.
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply