Mér finnast amerískar pönnukökur alltaf svo ótrúlega góðar og fátt eins gott á helgarmorgni með rjúkandi heitum kaffibolla.
Þessa uppskrift hef ég þróað og betrumbætt í örugglega hátt í 5 ár og er svona mín “go to” uppskrift. Þær eru ótrúlega góðar og halda sér vel en það eru örfá atriði sem þarf að huga að við gerð þeirra.
- Deigið er mjög þykkt en það þarf að vera það svo þær haldi lögun sinni.
- Ég nota blandara við gerð deigsins, hvaða litli blandari með glasi virkar vel
- Steikið þær á pönnu við vægan hita og alls ekki snúa þeim fyrr en þær eru orðnar nánast þurrar að ofan.
Þessi skammtur er fyrir 1-2 en það er ekkert mál að margfalda uppskriftina, verði ykkur að góðu!
Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Leave a Reply