Innihaldslýsing

2 egg við stofuhita
1- 2 msk laktósafrír rjómi frá Örnu
2 tsk fljótandi kókosolía
1/2 tsk vanilludropar
2 tsk sykurlaus sæta eins og erythritol, líka hægt að nota nokkra stevíudropa, má einnig sleppa
4 tsk kókoshveiti
3/4 tsk lyftiduft, má einnig nota vínsteinslyftiduft
Örfá saltkorn
Mér finnast amerískar pönnukökur alltaf svo ótrúlega góðar og fátt eins gott á helgarmorgni með rjúkandi heitum kaffibolla. Þessa uppskrift hef ég þróað og betrumbætt í örugglega hátt í 5 ár og er svona mín “go to” uppskrift. Þær eru ótrúlega góðar og halda sér vel en það eru örfá atriði sem þarf að huga...

Leiðbeiningar

1.Setjið egg, rjóma, kókosolíu, vanilludropa og sætu ef vill í blandaraglas. Látið blandarann vinna þar til allt er samlagað og vel þeytt.
2.Opnið glasið og setjið kókoshveiti, lyftiduft og salt út í og hrærið saman við með gaffli.
3.Egg geta verið misstór, kókoshveiti er líka misjafnt svo ég aðlaga þykktina með því að bæta við kókoshveiti eða rjóma eftir þörfum
4.Hitið teflon pönnu að miðlungshita og setjið deigið á pönnuna með skeið, mótið pönnuköku með skeiðinni.
5.Fylgist vel með hitanum og betra er að hafa lægri hita en hærri. Snúið pönnukökunum við þegar toppurinn hefur nánast alveg þornað. Snúið varlega.
6.Bakið í svona 1-2 mín í viðbót og njótið með því sem hugurinn girnist. Hérna setti ég smá sykurlausa sultu, bláber, sykurlaust síróp og kókosflögur en góð sletta af þeyttum rjóma er líka fullkomið.

Mér finnast amerískar pönnukökur alltaf svo ótrúlega góðar og fátt eins gott á helgarmorgni með rjúkandi heitum kaffibolla.

Þessa uppskrift hef ég þróað og betrumbætt í örugglega hátt í 5 ár og er svona mín “go to” uppskrift. Þær eru ótrúlega góðar og halda sér vel en það eru örfá atriði sem þarf að huga að við gerð þeirra.

  • Deigið er mjög þykkt en það þarf að vera það svo þær haldi lögun sinni.
  • Ég nota blandara við gerð deigsins, hvaða litli blandari með glasi virkar vel
  • Steikið þær á pönnu við vægan hita og alls ekki snúa þeim fyrr en þær eru orðnar nánast þurrar að ofan.

Þessi skammtur er fyrir 1-2 en það er ekkert mál að margfalda uppskriftina, verði ykkur að góðu!

 

 

 

Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.