Þessi kjúklingaréttur er frábær, auðveldur, einfaldur, bragðgóður og vekur mikla lukku. Mæli með því að þið prufið þennan og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.
One love xxx
700 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry | |
2 vorlaukar | |
3 msk tómatsósa | |
2 cm rautt chilí, saxað | |
1 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon | |
1 msk hunang | |
safi af 1 appelsínu | |
1/3 dl ólífuolía, t.d. extra virgin frá Filippo Berio | |
2 hvítlauksrif |
1. | Blandið tómatsósu, chilí, soyasósu, hunangi, appelsínusafa og olíu saman í skál. Pressið hvítlaukinn, setjið saman við og blandið öllu vel saman. |
2. | Setjið kjúklinginn í marineringuna og geymið í kæli í eina klukkustund eða meira. |
3. | Takið úr kæli og setjið kjúklinginn í ofnfast mót. Saxið vorlauk og stráið honum yfir allt. |
4. | Látið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati. |
Þessi kjúklingaréttur er frábær, auðveldur, einfaldur, bragðgóður og vekur mikla lukku. Mæli með því að þið prufið þennan og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.
One love xxx
Leave a Reply