Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur
salt og pipar
1 dl hunang eða agavesíróp
3 msk sesamfræ
2 pokar klettasalat
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 mangó, skorið í bita
2-3 avacadó, skorin í litla mita
3 kiwi, skorin í litla bita
nachosflögur, muldar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í munnbita.
2.Hitið olíu á pönnu og fullsteikið kjúklinginn. Bætið hunangi/sírópi og sesamfræjum saman við og látið malla í smá stund eða þar til kjúklingurinn hefur fengið á sig gylltan lit.
3.Setjið klettasalat í skál og látið tómata, mangó, avacadó og kiwi saman við.
4.Útbúið því næst dressinguna. Látið ólífuolíu í skál og setjið pressaðan hvítlauk, fínrífið engifer og saxaða steinselju saman við. Smakkið til með salti og pipar og meiri hvítlauk eða engifer eftir smekk. Setjið yfir salatið og endið á að mylja nachosflögur yfir allt.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nettó.

Dagana 12-22. september standa yfir Heilsudagar Nettó.

Í kjúklingasalatið sem birtist í Heilsublaði Nettó notaði ég lífrænt grænmeti og ávexti frá Anglemark  í Nettó.  Hægt er að skoða Heilsublaðið og sjá tilboð og uppskriftir hér

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.