Innihaldslýsing

100 g smjör, mjúkt
100 g sykur
2 tsk vanillusykur
2 egg
1 dl mjólk
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
2 msk gæðakakó, t.d frá Cadbury
2 pokar Daimkurl
Gerir 12-14 stk

Leiðbeiningar

1.Hrærið mjúka smjörið vel og bætið sykri rólega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.
2.Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið áfram. Líklega þurfið þið að stoppa hrærivélina og skrapa hliðarnar á skálinni.
3.Bætið hveiti, vanillusykri, lyftidufti og kakó saman í skál. Hellið varlega saman við smjörblönduna og hrærið áfram.
4.Hellið síðan mjólk saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
5.Hellið Daim kurli saman við og hrærið varlega saman við með sleif.
6.Skiptið deiginu niður á muffins form og látið deigið ná ca. 3/4 að brúninni.
7.Látið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.