Innihaldslýsing

3 kjúklingabringur
250 g blandað salat
200 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
5 sneiðar parmaskinka
50 g pekanhnetur
2 msk sykur
parmesanostur
brauðteningar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og brúnið á báðum hliðum. Setjið í ofnfast mót og í 175°c heitan ofn þar til þær eru eldaðar í gegn.
2.Setjið sykur á þurra pönnu og bræðið. Saxið pekanhnetur gróflega og setjið út á pönnuna og húðið með sykurbráðinni. Hrærið í hnetunum í 2-3 mínútur og takið af pönnunni.
3.Setjið parmaskinkuna í ofn í 10 mínútur eða þar til hún er orðin stökk. Kælið og brjótið niður í bita.
4.Hrærið hráefnunum fyrir parmesanostasósuna vel saman í skál.
5.Blandið salatinu saman og skerið kjúklinginn niður í sneiðar og setjið yfir ásamt parmaskinku, brauðteningum og sykruðum hnetum. Endið á að hella sósunni yfir salatið og blandið vel saman.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.