Marsípan sörur með saltkaramellukremi og Dumle
Marsípan sörur með saltkaramellukremi og Dumle
Gerir um 40 stk

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C.
2.Þeytið eggjahvítur með sykrinum þar til blandan er orðin eins og marengs. Rífið þá marsípanið út í með rifjárni og blandið saman með sleikju þar til blandan er eins og deig.
3.Setjið deigið í sprautupoka með hringstút og sprautið litlar kökur á plötu klædda bökunarpappír. Hafið kökurnar sirka 3cm í þvermál. Megið alveg hafa þær stærri en þessar kökur eru eins og konfekt svo mér finnst henta betur að hafa þær minni. 0-13 mín eða þangað til þeir verða ljósgylltir
4.Kremið: Þeytið smjörið fyrst og bætið svo rest út í fyrir utan karamellurnar. Þeytið kremið vel þar til það er létt og ljóst. Alltaf gott að þeyta krem mjög lengi. Setjið saxaðar karamellurnar út í síðast og hrærið saman með sleikju.
5.Smyrjið kreminu á kaldar kökurnar og setjið í frysti að lágmarki 30 mín.
6.Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbylgjunni. Hjúpið hverja köku og frystið aftur.
7.Þessar geymast best í frysti en mæli með að taka þær út með smá fyrirvara áður en þær eru bornar fram þar sem karamellurnar í kreminu verða mjög harðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Valgerður Gréta Guðmundsdóttir

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.