Kjúklingur í grænu karrý er réttur sem flestum þykir bragðgóður. Hann er meinhollur og bragðmildur, þó hér megi svo sannarlega bæta við karrýmauki og chilíflögum til að láta hann rífa aðeins í fyrir þá sem þess óska.
Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og hér notumst við einfaldlega við grillaðan kjúkling til að flýta fyrir. Hægt er að notast við það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni, eins og gulrætur, blómkál, brokkolí, kartöflur og fleira, sem gerir hann einstaklega þægilegan í gerð.
Ég ber þennan rétt fram með hrísgjónum, límónubátum, kasjúhnetum eða salthnetum, fersku kóríander og chilíflögum. NAMM!
Færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Leave a Reply