Innihaldslýsing

250 g hveiti
1/2 dl vatn, fingurvolgt
2 1/2 tsk þurrger
50 g smjör
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1 egg
1 dl mjólk
1/2 tsk kardemommur
100 g smjörlíki (kanilsmjör)
1 dl sykur (kanilsmjör)
2 tsk kanill (kanilsmjör)
Toppað t.d. með skrautsykri og möndluflögum

Leiðbeiningar

1.Hellið volga vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir. Látið bíða í 3 mínútur.
2.Hrærið fingurvolgri  mjólkinni saman við gerblönduna og bætið síðan egginu saman við.
3.Blandið saman sykri, salti, kardemommum og hveiti.
4.Myljið smjörið saman við hveitiblönduna og hrærið saman við gerblönduna. Hnoðið og fletjið út í ferhyrning.
5.Gerið kanilsmjör og smyrjið jafnt yfir deigið, magn að eigin smekk. Rúllið því síðan upp. Látið hefast í 20 mínútur. Skerið í sneiðar(gott er að pensla með mjólk) og stráið t.d. skrautsykri og söxuðum möndlum yfir.
6.Raðið snúðunum á bökunarplötu og bakið í 200°c heitum ofni í um 20 mínútur.

Það er tilvalið að baka þessa þrusugóðu klassísku kanilsnúða í dag.  Með betri uppskriftum sem ég hef bragðað – að öðrum ólöstuðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.