Innihaldslýsing

1 msk kókosolía
6 msk grænt karrýmauk, t.d. Green curry paste frá Blue dragon
1 1/2 tsk ferskt engifer, fínrifið
1/2 tsk börkur af límónu, rifinn
3 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar
1 rauð paprika, skorinn í sneiðar
100 ml kjúklingasoð
1 grillaður kjúklingur, rifinn niður
1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
1 lúka fersk basillauf
1 msk safi úr límónu
hrísgrjón
Thai Green Curry paste frá Blue dragon færst í mörgum helstu matvöruverslunum landsins eins og t.d. Fjarðarkaup.

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu.
2.Setjið karrýmauk, engifer og límónubörkinn út á pönnuna og hrærið reglulega í 1 mínútu.
3.Bætið lauki og hvítlauki saman við og hrærið í blöndunni þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Setjið þá papriku saman við og blandið öllu vel saman.
4.Setjið kjúklingasoðið út í og látið malla í nokkrar mínútur.
5.Bætið þá kjúklingi og kókosmjólkinni saman við og hitið við meðalhita í um 3 mínútur en látið ekki sjóða.
6.Smakkið til með límónusafa og karrýmauki og setjið að lokum ferska basilíku saman við.
7.Berið fram með hrísgrjónum.

Kjúklingur í grænu karrý er réttur sem flestum þykir bragðgóður. Hann er meinhollur og bragðmildur, þó hér megi svo sannarlega bæta við karrýmauki og chilíflögum til að láta hann rífa aðeins í fyrir þá sem þess óska.

Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og hér notumst við einfaldlega við grillaðan kjúkling til að flýta fyrir. Hægt er að notast við það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni, eins og gulrætur, blómkál, brokkolí, kartöflur og fleira, sem gerir hann einstaklega þægilegan í gerð.

Ég ber þennan rétt fram með hrísgjónum, límónubátum, kasjúhnetum eða salthnetum, fersku kóríander og chilíflögum. NAMM!

Færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.