Innihaldslýsing

700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
1 tsk sojasósa frá Blue dragon
2 hvítlauksrif
200 ml (1/2 dós) kókosmjólk frá Blue dragon
1/2 tsk cumin
1/2 tsk kóríanderkrydd
1/4 tsk engifer
Fyrir 2-3

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklinginn í tvennt og látið öll hráefnin fyrir mareneringuna saman í skál og nuddið vel í kjúklinginn. Marinerið í 30 mínútur eða meira.
2.Þræðið kjúklinginn upp á grillpinna og grillið þar til þeir eru eldaðir í gegn.
3.Setjið á bakka og látið muldar salthnetur, saxað chilí og kóríander yfir kjúklinginn.
4.Hitið satay sósuna lítillega og berið fram með kjúklinginum. Það er einnig hægt að pensla kjúklinginn með sataysósunni áður en meðlætið er sett yfir hann.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

 

Uppskriftin er unnin að fyrirmynd Kitchen Sanctuary.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.