Innihaldslýsing

20 makkarónukökur
8 danskar kókosbollur
5 dl rjómi
2 tsk flórsykur
1 tsk vanillusykur
1 askja fersk jarðaber
150 g rjómasúkkulaði
Fyrir 4-6

Leiðbeiningar

1.Myljið makkarónurnar gróflega og setjið í fat ca 25x15 cm.
2.Takið kókosbollurnar og ýtið efri hluta þeirra ofan í makkarónurnar og þrýstið létt niður.
3.Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillusykri.
4.Setjið rjómann yfir kókosbollurnar.
5.Skerið berin niður og setjið yfir rjómann.
6.Bræðið súkkulaðið yfir vatnbaði, kælið lítillega og hellið síðan yfir allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.