Innihaldslýsing

1l. Vanilluís eftir smekk
1/2 - 1 dl. Nýmjólk frá Örnu
3 msk saltkaramella
250ml rjómi frá Örnu þeyttur
Kirsuber í krukku
Kökuskraut
Karamellusúkkulaði
Súkkulaðikex að eigin vali
Það er fátt betra og sumarlegra en einmitt mjólkurhristingar. Þessi er ákaflega einfaldur í gerð og fullkomið að bjóða uppá hann í eftirrétt í grillveislu. Í þennan nota ég Örnu nýmjólk og rjóma en Örnu vörurnar eru lausar við laktósa og fara því betur í marga maga. Það er hægt að útfæra skraut og sælgæti...

Leiðbeiningar

1.Setjið ís, mjólk og saltkaramellu í blandara og blandið þar til allt er samlagað.
2.Setjið karamellusósu inn á brúnina á háum glösum
3.Stífþeytið rjóma eða setjið í rjómasprautu.
4.Hellið mjólkurhristingnum í glösin, toppið með þeyttum rjóma og nammi.

Það er fátt betra og sumarlegra en einmitt mjólkurhristingar. Þessi er ákaflega einfaldur í gerð og fullkomið að bjóða uppá hann í eftirrétt í grillveislu. Í þennan nota ég Örnu nýmjólk og rjóma en Örnu vörurnar eru lausar við laktósa og fara því betur í marga maga.

Það er hægt að útfæra skraut og sælgæti eftir smekk en hér notaði ég dásamlegt karamellusúkkulaði frá Rapunzel og dökkt súkkulaðikex ásamt saltkaramellu og skrauti.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu Mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.