Innihaldslýsing

1,2 kg kjúklingalæri, frá Rose Poultry
1 púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar
3 hvítlauksrif, söxuð
1 dl hvítvín
2 dl kjúklingasoð, frá Oscar (fæst í fernum)
4 msk rjómi
hveiti
timían
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Veltið kjúklingalærunum upp úr hveiti og kryddið með salti, pipar og timían.
2.Setjið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn á báðum hliðum. Setjið í ofnfast mót og látið eplamaukið yfir. Setjið í 210°c heitan ofn.
3.Hitið olíu á pönnunni og látið púrrulauk og léttsteikið. Bætið hvítlauknum saman við og þá hvítvíninu. Látið það sjóða niður um helming. Hellið þá kjúklingasoðinu saman við og látið sjóða niður.
4.Hellið soðinu yfir kjúklinginn og þá rjóma. Eldið áfram í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður i gegn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.