Innihaldslýsing

120 g smjör, við stofuhita
150 g sykur
200 g ljós púðursykur
1 tsk salt
1 tsk vanilluduft
2 stór egg
190 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/8 tsk negull
90 g haframjöl
300 g súkkulaði, saxað
2 tsk börkur af appelsínu, fínrifinn
Gerir um 30 stk.

Leiðbeiningar

1.Setjið smjör í hrærivélaskál og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá sykri, vanillu og salti og hrærið áfram.
2.Bætið eggjum saman við. Einu í einu.
3.Látið þurrefnin saman í skál og hellið helmingnum saman við deigið. Hrærið stuttlega og bætið þá afganginum af hveitiblöndunni saman við.
4.Setjið að lokum appelsínubörk og súkkulaði saman við og hrærið lítillega eða þar til allt hefur blandast vel saman.
5.Látið deigið á smjörpappír með skeið.
6.Setjið í 190°c heitan ofn í 12-15 mínutur eða þar til kökurnar eru gylltar á lit.
7.Takið úr ofni og njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.