Fyrir síðustu jól kom út önnur matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og töfrandi uppskriftir frá öllum heimshornum. Bókin er öll hin veglegasta og hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá hugmyndum af morgunmat, hollu snarli, einföldum kvöldmat, veisluréttum og girnilegum eftirréttum.
Bókin er núna tímabundið á frábæru verði hjá Forlaginu eða kr. 2.799 og tilvalið að næla sér í eintak í þann tíma sem það varir.
Í bókinni er uppskrift af geggjaðri súkkulaðiköku með unaðslegu karamellukremi sem ég mæli með því að þið skellið í um helgina. Kladdkaka er súkkulaðikaka sem er ekki alveg fullbökuð heldur eilítið blaut í miðjunni. „Kladd“ þýðir klístrug þannig að íslenska orðið yfir þessa köku væri líklega klísturkaka eða klessukaka.
Leave a Reply