Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...

Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig – þvílíkur snillingur!

Delish…

 

Kókos & chilí marineraður kjúklingaréttur í hnetusmjörsósu
900 g af kjúklingalundir t.d. frá Rose Poultry

Kókos-chilí marinering
1 dós (400 g) kókosmjólk
1 rauður chilí, saxaður
1 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1/2 búnt kóríander, saxað
safi úr 1/2 límónu
1/2-1 tsk sítrónupipar

Hnetusmjörsósa
afgangur af marineringu
4 msk hnetusmjör
1 msk sojasósa, t.d. frá Blue dragon
2 dl matreiðslurjómi 

  1. Blandið öllum hráefnunum fyrir marineringuna saman og hellið yfir kjúklinginn. Látið marinerast í 1-2 klst. Eftir þann tíma takið þá kjúklinginn úr leginum og þerrið lítillega en geymið marineringuna sem eftir verður fyrir hnetusmjörsósuna.
  2. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn eða grillið.
  3. Gerið hnetusmjörsósuna með því að hella öllum hráefnum saman í pott og sjóða saman við meðalhita í stutta stund. Hellið síðan sósunni yfir kjúklinginn.
  4. Stráið t.d. salthnetum, chilí, vorlauk og kóríander yfir réttin og berið  fram með salati og hrísgrjónum, jafnvel góðu naanbrauði. Mæli sérstaklega með dásamlega með naan brauðinu hennar Þórunnar Lár.

Færslan er unnin í samvinnu við Innnes sem selur meðal annars allt í thailenska matargerð frá Blue dragon og Rose Poultry kjúklinginn sem fæst í flestum matvöruverslunum sem frystivara. Mæli með því að prufa kjúklingalærin frá R.P. virkilega bragðgóð.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.