Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum.   Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti 700 g kartöflur 1 msk ólífuolía salt og pipar 3 msk smjör, brætt 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk timían 225 g brie ostur, skorinn í litla bita. fersk steinselja,...

Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum.

 

Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti
700 g kartöflur
1 msk ólífuolía
salt og pipar
3 msk smjör, brætt
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk timían
225 g brie ostur, skorinn í litla bita.
fersk steinselja, söxuð

  1. Setjið kartöflurnar á bökunarplötu ásamt olíu, salti og pipar. Látið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar þegar gaffli er stungið í þær.
    Notið gaffal eða kartöflustöppu til að kremja kartöflurnar aðeins niður.
  2. Blandið bræddu smjöri, hvítlauk og timíani saman í skál. Dreypið yfir kartöflurnar og látið aftur inn í ofn í um 20 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar og gylltar á lit.
  3. Þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartimanum setjið brie ost yfir hverja kartöfluna. Takið út þegar osturinn er bráðinn. Saltið og piprið og stráið steinselju yfir allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.