Innihaldslýsing

800 g nautakjöt, t.d. innra læri eða ribey
1 laukur, skipt í tvennt
3 hvítlauksrif
1/2 pera
1 vorlaukur
3 msk púðursykur
1 tsk svartur pipar
80 ml sojasósa frá Blue dragon
3 msk sesamolía frá Blue dragon
1-2 msk steikingarolía
sesamfræ til skrauts
vorlaukur til skrauts
Fyrir 2-3

Leiðbeiningar

1.Skerið kjötið niður í þunna strimla og setjið í skál. Ef kjötið er sett í frysti í smá stund er auðveldara að skera það þunnt.
2.Setjið vorlauk, 1/2 lauk, hvítlauksrif, peru, púðursykur, sojasósu og sesamolíu í blandara og maukið vel saman.
3.Skerið hinn helminginn af lauknum í þunnar sneiðar og setjið saman við kjötið. Hellið marineringunni saman við kjötið og blandið vel saman. Marinerið í kæli í 30 mínútur eða meira ef tími er til.
4.Hitið olíu á pönnu og þerrið strimlana. Steikið við háan hita.
5.Takið af pönnunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir. Berið fram með hrísgrjónum.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.