Innihaldslýsing

300 ml mjólk
4 egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
smjör til steikingar
6 brauðsneiðar
fersk jarðaber
flórsykur
hlynsíróp
Gerir 6 eggjabrauð

Leiðbeiningar

1.Setjið mjólk, egg, vanilludropa, sykur, múskat og salt saman í skál og hrærið vel saman.
2.Hitið smjör á pönnu. Á meðan dýfið þið brauðsneiðum í eggjablönduna og þekið allt brauðið. Steikið í um 1 mínútu á hvorri hlið.
3.Látið brauðin á ofnplötu með smjörpappír. Setjið í 180°c heitan ofn í 8-10 mínútur eða þar til þau eru byrjuð að freyða.
4.Setið á disk og stráið flórsykri yfir. Skerið jarðaber niður og látið yfir og hellið hlynsírópi yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.