Innihaldslýsing

200 g smjör, brætt
4 egg
150 g sykur
100 g hrásykur
1 1/2 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
1 msk kaffi
200 g hveiti
80 g kakó
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör og setjið til hliðar.
2.Hrærið egg og sykur saman í 4-5 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
3.Setjið rjóma, bráðið smjör, vanilludropa og kaffi saman við.
4.Blandið þurrefnum saman í skál og blandið saman. Hellið saman við deigið og hrærið saman.
5.Smyrjið form og hellið deiginu og setjið í 175°c heitan ofn í 25 mínútur eða þar til kakan er elduð í gegn.
6.Takið kökuna úr ofninum og látið kólna.
7.Skerið kökuna í tvennt og smyrjið kreminu milli botnanna. Leggið efri hlutann yfir þann neðri og smyrjið kremi á þann efri líka og smyrjið kreminu ofan á hann og á hliðarnar.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.