Mæðgurnar
Oft eru notuð egg í smákökudeig til að halda deiginu saman og við vorum velta því fyrir okkur hvað gæti verið sniðugt í staðinn fyrir egg í svona kökur. Stundum er notuð auka olía, eða útbleytt hörfræ eða chiafræ. Og jafnvel aquafaba, sem er þeyttur kjúklingabaunavökvi. Við prófum að nota vegan-mayones í staðinn fyrir egg og það virkaði vel. Deigið varð mjög flott, létt og loftkennt. Vegan mayones fæst í öllum búðum núorðið og er oft til á heimilum grænkera.
Við notuðum lífrænt fíntmalað spelt í þessar kökur og fannst það koma mjög vel út, við mælum með því frekar en hvítu hveiti.
Fleiri girnilegar uppskriftir frá mæðgunum má finna hér.
Leave a Reply