Lambaprime með perlubyggsalati og rjómaostasósu
by Avistain 30 mínútna réttir, Kjöt
Erfiðleiki
MiðlungsLambaprime
800 g Íslenskt Lambaprime í hvítlauks- og rósmarínkryddlegi frá Norðlenska
Brúnið kjötið á heitri pönnu eða grilli á öllum hliðum. Látið í 175°c heitan ofn með kjöthitamæli þar til það hefur náð 53°c. Takið þá úr ofni og látið hvíla í um 10 mínútur áður en skorið í sneiðar.
Salat með perlubyggi
3 dl perlubyggi
1 teningur lambakraftur
1 poki saltblanda
10 kirsuberjatómatar
1 búnt aspas
100 g þurrkaðar aprikósur
2 msk sultaður rauðlaukur
handfylli fersk mynta
handfylli fersk steinselja
50 g möndlur
Dressing: 3 msk ólífuolía, 3 msk hunang, safi úr 1 sítrónu, salt og pipar
Aðferð: Sjóðið perlubygg samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Áður en perlubyggi er bætt saman við sjóðandi vatnið látið 1 tening lambakraft út í. Skerið grænmetið niður og landið öllu saman. Hrærið öll hráefni fyrir dressinguna saman og hellið yfir salatið (magn að eigin smekk).
Rjómasósa
1 dl soð af kjötinu
2 dl rjómi
150 g rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum
1 msk sojasósa
salt og pipar
Látið soð og sojasósu saman í pott og hitið að suðu. Bætið rjóma og rjómaosti saman við og hitið við meðalhita í um 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
Leave a Reply