Innihaldslýsing

1 bolli hafrahveiti (haframjöl sett í blandara og malað þar til fínt)
1/4 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
3 msk sykur
2 stór egg við stofuhita
1 bolli grísk jógúrt hrein frá Örnu
1 msk nýmjólk frá Örnu
2 tsk vanilludropar
Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jóla bröns borðið en einnig frábær eftirréttur en...

Leiðbeiningar

1.Malið hafrana og setjið í skál ásamt öðrum þurrefnum.
2.Setjið gríska jógúrt, eggin, og vanilludropana saman við og hrærið þar til kekkjalaust. Látið deigið bíða í nokkrar mínútur og bætið þá 1 msk af nýmjólk saman við. Leyfið deiginu aðeins að standa en það þykknar við það.
3.Bakið pönnukökurnar við meðalhita og raðið þeim á grind á meðan þið bakið úr restinni af deiginu. Raðið á disk og berið fram með piparkökukaramellunni og pekanhnetu krókanti.

Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jóla bröns borðið en einnig frábær eftirréttur en þá væri afbragð að bera fram ís eða rjóma með þeim. Karamellan ber áberandi bragð af piparkökum og pekanhneturnar passa fullkomlega saman við. Í pönnukökunum eru malaðir hafrar sem gefa þeim einstakt bragð sem og grísk jógúrt sem gerir þær extra mjúkar. Það er vissulega hægt að bera hvað sem er með fram með þeim en nákvæmlega þessi samsetning er algjörlega fullkomin.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.