Innihaldslýsing

250 g De Cecco Fusilli pasta
2 msk smjör
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk hveiti
180 ml soðið vatn + 1 msk Oscar kjúklingakraftur
180 ml mjólk eða rjómi
rifinn parmesan
salt og pipar
Fyrir 2-3 manns

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör í potti og léttsteikið hvítlaukinn í 1 mín.
2.Bætið hveiti saman við og hrærið stöðugt.
3.Hellið kjúklingasoði og mjólk/rjóma saman við og hrærið. Látið malla þar til sósan er farin að hitna. Bætið ríflegu magni af rifnum parmesan saman við.
4.Smakkið til með salti og pipar.
5.Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningu. Bætið saman við sósuna.
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.