Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry | |
3 msk ólífuolía, t.d. extra virgin oil frá Filippo Berio | |
4 msk smjör | |
2 hvítlauksrif | |
500 ml matreiðslurjómi | |
salt og pipar | |
500 g spagettí |
Fyrir 4
1. | Blandið saman hráefnunum í kryddblönduna. Setjið kjúklinginn í skál ásamt 1 msk af ólífuolíu og hellið kryddblöndunni saman við. Nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn. |
2. | Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. |
3. | Hitið 2 msk af smjöri á pönnu og steikið kjúklingalundirnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru fulleldaðar. Takið kjúklinginn af pönnunni, setjið á disk og álpappír yfir til að halda hita á kjötinu. |
4. | Bætið 2 msk af smjöri út á pönnuna ásamt hvítlauk, steikið í 1 mínútu og hrærið stöðugt á meðan. Hellið rjómanum hægt saman við og hrærið vel. Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Saltið og piprið. |
5. | Hellið soðnu spagettí út á pönnuna og veltið því upp úr sósunni. Berið strax fram með kjúklingalundunum. |
Leave a Reply