Innihaldslýsing

250g heilkorna pastaskrúfur, ég notaði frá Rapunzel
600g kjúklingalundir eða bringur, skorið í bita
1/2 krukka Thai red curry paste frá Blue dragon
1/2 rauð paprika í bitum
1 lítil grænt epli, afhýtt og skorið í bita
25 græn vínber, skorin í tvennt
1 dl ristaðar kasjúhnetur
1 dl bláber
Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel....

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum.
2.Skerið kjúklinginn í bita. Hitið 1 tsk af kókosolíu á pönnu og brúnið kjúklinginn. Bætið 1/2 krukku af Red curry paste út á og steikið áfram í nokkrar mínútur. Slökkvið undir og kælið að mestu.
3.Skerið grænmeti og ber, ristið hnetur.
4.Hrærið saman innihaldinu í sósuna og setijð til hliðar.
5.Setjið salatið saman. Í stóra skál setti ég pastað fyrst, svo kjúkling, því næst papriku og ber og toppað með hnetunum. Sósuna má hafa til hliðar og hver og einn ræður magni.

Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel.

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.