Innihaldslýsing

2 dósir (4 andalæri) Confit de Canard frá Valette
sjávarsalt
svartur pipar
rósmarín
2 pokar salatblanda
1 sæt kartafla
1 granatepli
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Takið andalærin úr dósunum og setjið í ofnfast mót með skorpuna upp. Kryddið með sjávarsalti, svörtum pipar og rósmarín. Látið í 180°c heitan ofn í um klukkustund. Aukið hitann undir lok eldunartímans svo skorpan verði stökk.
2.Skerið sætu kartöfluna í litla bita. Hitið olíu á pönnu og steikið sætu kartöfluna þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast. Saltið og piprið.
3.Setjið salatið í skál. Látið fræin úr granateplinu þar yfir og þá sætu kartöflurnar.
4.Rífið andalærin niður og setjið yfir allt. Blandið vel saman.
5.Setjið á disk og berið fram með volgri beikon vinagrette.
Andalæri er minn uppáhalds skyndibiti. Einfalt, fljótlegt, hollt og ó svo gott.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.