Spaghetti bolognese er einn af þessum réttum sem allir virðast elska og þá sérstaklega börnin. Þetta er lúxusútgáfan af þessum frábæra rétti sem á þó alltaf við hvort sem er á virkum dögum eða um helgar. Ég mæli með því að nota ferskt pasta t.d. frá RANA. Gerir góðan rétt enn betri.
2 pokar ferskt spaghetti frá RANA | |
500 g nautahakk | |
1 laukur | |
2 hvítlauksrif | |
1 dós saxaðir tómatar | |
1 lítil dós tómatpúrra | |
2 dl rauðvín | |
1 msk balsamik edik | |
4 msk worcestershiresósa (má sleppa) | |
1 tsk grænmetiskraftur | |
3 tsk reykt paprikukrydd | |
1 tsk múskat | |
3 lárviðarlauf | |
salt og pipar | |
fersk basilíka | |
parmesanostur |
Spaghetti bolognese er einn af þessum réttum sem allir virðast elska og þá sérstaklega börnin. Þetta er lúxusútgáfan af þessum frábæra rétti sem á þó alltaf við hvort sem er á virkum dögum eða um helgar. Ég mæli með því að nota ferskt pasta t.d. frá RANA. Gerir góðan rétt enn betri.
1. | Setjið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk. |
2. | Bætið nautahakkinu saman við og hrærið reglulega þar til nautahakkið hefur brúnast. |
3. | Setjið öll hráefnin saman við og hrærið vel saman. Látið malla í 30 mín til klukkustund. |
4. | Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkingu. Hellið í skál og bætið kjötsósunni saman við. |
5. | Stráið saxaðri basilíku og ríflegu magni af parmesan yfir. |
Leave a Reply