Ingredients

2 pokar ferskt spaghetti frá RANA
500 g nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 dós saxaðir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
2 dl rauðvín
1 msk balsamik edik
4 msk worcestershiresósa (má sleppa)
1 tsk grænmetiskraftur
3 tsk reykt paprikukrydd
1 tsk múskat
3 lárviðarlauf
salt og pipar
fersk basilíka
parmesanostur
Spaghetti bolognese er einn af þessum réttum sem allir virðast elska og þá sérstaklega börnin. Þetta er lúxusútgáfan af þessum frábæra rétti sem á þó alltaf við hvort sem er á virkum dögum eða um helgar. Ég mæli með því að nota ferskt pasta t.d. frá RANA. Gerir góðan rétt enn betri.

Instructions

1.Setjið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk.
2.Bætið nautahakkinu saman við og hrærið reglulega þar til nautahakkið hefur brúnast.
3.Setjið öll hráefnin saman við og hrærið vel saman. Látið malla í 30 mín til klukkustund.
4.Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkingu. Hellið í skál og bætið kjötsósunni saman við.
5.Stráið saxaðri basilíku og ríflegu magni af parmesan yfir.

Spaghetti bolognese er einn af þessum réttum sem allir virðast elska og þá sérstaklega börnin. Þetta er lúxusútgáfan af þessum frábæra rétti sem á þó alltaf við hvort sem er á virkum dögum eða um helgar. Ég mæli með því að nota ferskt pasta t.d. frá RANA. Gerir góðan rétt enn betri.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.