Hráefni

400 g Philadelphia rjómaostur
1/2 búnt vorlaukur, saxaður
1/2-1 bolli ristaðar salthnetur, saxaðar
1 krukka (340 g) mangó chutney, t.d. frá Patak's
2 tsk karrýduft
1 tsk engiferkrydd
Om nomm ídýfa

Leiðbeiningar

1.Setjið öll hráefnin saman í skál og hrærið vel.
2.Kælið þar til ídýfan er borin fram.
3.Berið fram með kexi eða baquette.

Jæja þá er ferming afstaðin og mikið sem hún heppnaðist vel og dagurinn fallegur og gleðilegur. Ég mun koma með fermingarfærslu bráðlega þar sem ég fer yfir atriði sem gott er að hafa í huga við fermingarundirbúninginn en fyrst smá hvíld.

Ég birti mynd á instagram af geggjaðri rjómaostaídýfu með mangó chutney og salthnetum sem ég bauð uppá í fermingunni og margir báðu um uppskrift. Hér kemur hún og trúið mér – þessa munu þið elska.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.