Madras karrý lamb
Madras karrý lamb

Innihaldslýsing

1 tsk kóríander fræ
2 tsk svört piparkorn
1/2 tsk fennel fræ
4 fenugreek fræ
3-4 þurrkuð chilí
4 msk olía, t.d. extra virgin Philippo Berio
200 g laukur, skorinn smátt
40 g ferskt engifer, rifið fínt
12 hvítlauksrif, pressuð
800 g lambakjöt, skorið í bita
4 msk tómat púrre
300 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1/2 tsk salt
1/4 tsk garam masala
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Setjið kóríander fræin, svört piparkorn, fennelfræ, fenugreek fræ og þurrkuð chilí saman á pönnu og ristið við vægan hita þar til þau fara að ilma.
2.Setjið kryddin í mortel og malið. Takið til hliðar og geymið.
3.Setjið olíu í pott og steikið laukinn þar til hann er farinn að taka lit.
4.Bætið hvítlauk og engifer saman við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.
5.Bætið lambakjötinu í pottinn og steikið í 5 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni.
6.Látið tómat púrru, kókosmjólk, kryddblönduna og salt og látið malla í um klukkustund við lágan hita.
7.Takið lokið af pottinum og látið malla aðeins áfram til að minnka vökvann.
8.Berið fram með hrísgrjónum og naan.

Við mælum með hágæða kryddum frá Kryddhúsinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.