Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Marakóskur kjúklingaréttur með blönduðu grænmeti
by Avistain 30 mínútna réttir, Kjöt, Kjúklingur, Kvöldmatur, Þjóðlegt
Kjúklingur og grænmeti
4 kjúklingabringur frá Rose poultry
1 zucchini
500 g litlir tómatar
salt og pipar
ólífuolía
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
oreganokrydd
Setjið kjúklingabringurnar í ofnfast mót og hellið marineringunni yfir. Geymið í kæli eins lengi og tími leyfir (gott að gera þetta kvöldinu áður). Skerið grænmetið niður og látið í ofnfast mót með kjúklinginum, dreypið ólífuolíu yfir, oregano og fínrifnum sítrónuberski. Eldið í 180°c heitum ofni í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berið fram með tagliatelle og fersku salati.
chermoula marinering
2 msk paprikuduft
2 msk cumin (ekki kúmen)
1 msk sjávarsalt
4 hvítlauksrif, pressuð
1/2 rautt chilí
1 handfylli kóríander
1 handfylli steinselja
1,5 dl ólífuolía
2 msk hvítvínsedik
hnífsoddur múskat
svartur pipar
Marinering: Setjið öll kryddin saman í skál og bætið við pressuðum hvítlauk, smátt söxuðu chilí, ediki, ólífuolíu og smátt saxaðri steinselju og kóríander. Blandið öllu vel saman. Setjið kjúklingabringurnar í ofnfast mót og hellið marineringunni yfir.
Við mælum með því að tvöfalda marineringuna og bera réttinn fram með súrdeigsbrauði sem er svo dýft í.
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply