Marengs eplakaka með karmelluðum eplum
Marengs eplakaka með karmelluðum eplum
Marengs eplakaka með karmelluðum eplum

Innihaldslýsing

Botn
150 g smjör
3 1/2 dl hveiti
1 msk vatn
Fylling
4 stór epli , skorin í bita
1 1/2 dl sykur
2 tsk kanill
1 dl rúsínur (má sleppa)
Marengs
3 eggjahvítur
1 1/2 dl sykur
Marengs eplakaka með karamelluðum eplum

Leiðbeiningar

1.Gerið botninn. Allt hnoðað saman, þrýst í eldfast mót (upp með hliðunum líka). Stingið botninn með gaffli og í 200°c heitum ofni í 10 mínútur.
2.Sjóðið eplin með sykri, kanil og rúsínum þar til þau verða meyr (8-10 mín). Setjið eplin yfir bakaðan deigbotninn.
3.Stífþeytir hvíturnar og blandið sykrinum smám saman út í. Þeytið mjög vel. Þekið eplin með marengsinum og bakið við 150°c  í 25 mín.

Hvað get ég sagt um þessa, annað en að hún er allra besta eplakaka sem ég hef bragðað. Börnin voru hinsvegar ekki eins hrifin og ekki veit ég af hverju. Kannski hefði íssletta gert hana minna fullorðins. Þetta er að mínu mati hin fullkomna eplakaka og hentar fyrir saumaklúbbinn, í afmælið, sem eftirréttur og jafnvel í morgunmat (tried and tested).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.