Það er svo gaman fylgjast með ungum og hæfileikaríkum matgæðingum þarna úti sem eru að gera frábæra hluti. Ein þeirra er hún María Gomez sem heldur úti vefsíðunni Paz.is.
María tekur fallegar ljósmyndir og maturinn hjá henni er ó-svo-girnilegur! Einn af þeim er “krispí” kjúklingurinn með hunangs-sinnepssósu sem hreinlega út úr þessum heimi góður. María Gomez er gestabloggari okkar að þessu sinni með þessa frábæru uppskrift og við gefum henni orðið!
Ég heiti María Gomez og er andlitið á bakvið Paz.is Ég er mikill sælkeri og hef alltaf þótt gaman að reyna fyrir mér í eldhúsinu og uppgötva nýjar uppskriftir. Paz er matarblogg sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum.
Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og tek allar mínar myndir sjálf, en ég reyni oft að skapa smá stemningu í kringum uppskriftirnar með myndunum mínum. Mér finnst mjög gaman að láta þær líta út eins og allt sé gert í gömlu eldhúsi á spænskum eða frönskum sveitabæ.
Paz er nafn spænsku ömmu minnar og þýðir það friður á spænsku.
Leave a Reply