Innihaldslýsing

1 laukur, skorinn gróflega
3 gulrætur, skornar í bita
6 kartöflur, afhýddar og skornar í bita
salt og pipar
1.2 kg íslenskt lambagúllas frá Kjarnafæði, fæst í Bónus
4 hvítlauksrif, gróflega skorin
10 þurrkaðar apríkósur
1 lárviðarlauf
1 1/2 tsk allrahanda krydd
1 1/2 tsk ras el hanout*
1/2 tsk engifer
1 kanilstöng
1 dós heilir plómutómatar, skornir í tvennt
600 ml nautasoð (600 ml vatn + 1 nautateningur)
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Látið 2 msk af ólífuolíu í djúpan pott og hitið.
2. Steikið lauk, gulrætur og kartöflur í 5 mínútur. Bætið hvítlauk, kryddum, salt og pipar saman við. Steikið í 1 mín til viðbótar. Takið úr pottinum og látið í skál.
3.Bætið 2 msk af olíu í pottinn. Skerið lambakjötið í bita og brúnið kjötið á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar.
4.Látið þá kartöflurnar saman við ásamt þurrkuðum apríkósum, kanilstöng og lárviðarlaufum og blandið öllu saman.
5.Látið því næst tómatana og soðið út í og setjið lok á pottinnn og látið malla við vægan hita í um 2 klukkustundir.
6.Berið fram með cous cous og flatbrauði.

*Ras El Hanout

Kryddið Ras El Hanout má nú finna í mörgum verslunum en þið getið einnig búið til ykkar eigið:
1 tsk cumin
1 tsk engifer
1 tsk salt
1/4 tsk svartur pipar
1/2 tsk kanill
1/2 tsk cayenne
1/2 tsk allrahanda
1/4 tsk negull
Blandið öllu saman og geymið í loftþéttum umbúðum 1 mánuð.

 

Færslan er unnin í samvinnu við Kjarnafæði-Norðlenska

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.