Minn uppáhalds “butter chicken”
Minn uppáhalds “butter chicken”

Innihaldslýsing

900 g kjúklingur
2 hvítlauksrif, pressuð
2 cm engifer, rifið
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk chilíduft
1 1/2 msk sítrónusafi
75 ml Ab mjólk, t.d. frá Mjólka
1/2 tsk Garam Masala krydd
1/2 tsk turmeric krydd
1 tsk cumin krydd (ath ekki kúmen)
1 1/2 msk smjör
250 ml tómat passata (maukaðir tómatar)
1/2 msk sykur
1 tsk salt
100 ml rjómi
Styrkt færsla

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í munnbita og setjið hráefnin fyrir kjúklinginn saman við og blandið vel saman. Leyfið að marinerast í kæli eins lengi og tími vinnst til. Helst yfir nótt.
2.Hitið olíu í potti og takið kjúklinginn úr marineringunni og setjið á pönnuna. Það þarf ekki að setja alla marineringuna af kjúklinginum út á pönnuna heldur aðallega kjúklinginn.
3.Steikið í 3-4 mínútur við háan hita.
4.Lækkið hitann og setjið tómat púrru, sykur og salt saman við og látið malla í 20-25 mínútur.
5.Bætið rjómanum saman við og hitið en látið ekki sjóða.
6.Berið fram með hrísgrjónum og naan

Með þessum rétti mælum við hiklaust með vel kældum Cobra Premium bjór sem er nýkominn í ÁTVR. Hann er frábær með öllum indverskum mat en smellpassar einnig vel með asískum mat. Nú eða bara einn og sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.