Innihaldslýsing

1/2 bolli Cristallino sykur frá Rapunzel
1/2 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
2 bollar Kornax hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
2 tsk negull
1 tsk engifer
2 stór egg
1 dl jurtaolía
200ml mjólk
1/2 bolli saxaðar pekanhnetur
Þessi kryddkaka klárast alltaf strax á mínu heimili og nær ekki að kólna almennilega áður. Ég nota í þessa uppskrift blöndu af Rapadura hrásykri og Cristallino frá Rapunzel og það gefur kökunni alveg einstakt bragð sem erfitt er að ná fram með venjulegum hvítum sykri. Yfir þessari köku er vetrarlegur blær, blanda af góðum kryddum...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C.
2.Setjið þurrefni saman í skál og hrærið í með sleif.
3.Setjið olíu, mjólk og egg saman í skál og pískið saman. Blandið saman við þurrefnin með sleif.
4.Takið smá af hnetunum og setjið til hliðar. Blandið saman við deigið með sleikju.
5.Smyrjið ílangt bökunarform eða setjið bökunarpappír í það og setjið deigið í. Sáldrið hnetunum yfir.
6.Bakið í ca. 50 mín.

Þessi kryddkaka klárast alltaf strax á mínu heimili og nær ekki að kólna almennilega áður.

Ég nota í þessa uppskrift blöndu af Rapadura hrásykri og Cristallino frá Rapunzel og það gefur kökunni alveg einstakt bragð sem erfitt er að ná fram með venjulegum hvítum sykri.

Yfir þessari köku er vetrarlegur blær, blanda af góðum kryddum og hnetum sem yljar okkur á köldum dögum. Mér finnst agalega gott að setja smá smjör á mína sneið en það er vissulega ekki allra. En himnesk er hún með góðum kaffibolla eða ískaldri mjólk.

 

 

 

Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.