Innihaldslýsing

170g mjúkt smjör
1/4 bolli jurtaolía
1 og 1/4 bolli hrásykur, einnig hægt að nota púðursykur og strásykur til helminga
3 stór egg við stofuhita
1 og 3/4 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 og 1/2 msk kanill
1 bolli grísk jógúrt frá Örnu
1/2 bolli sólblómafræ
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...

Leiðbeiningar

1.Setjð smjör og olíu saman í skál ásamt sykrinum og þeytið þar til blandan verður ljós. Bætið þá 1 eggi út í í einu og þeytið vel á milli.
2.Þegar eggjablandan er orðin mjög létt í sér og ljós, sigtið þið öll þurrefnin saman við og blandið varlega saman með sleikju.
3.Þegar deigið er farið að koma aðeins saman bætið þið grísku jógúrtinni út í. Að síðustu setjið þið sólblómafræin út í.
4.Bakið við 175°C með blæstri í 30 - 35 mín. Kakan er tilbúin þegar prjónn kemur hreinn upp sem stungið hefur verið í kökuna.
5.Látið hana kólna aðeins áður en hún er skorin í bita.

Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og hún er. Kanillinn er eitthvað svo haustlegur og ég finn að ég sæki frekar í uppskriftir með kanil þegar það fer að hausta. Tengið þið við það?

Það er í raun tvennt sem gerir hana svona mjúka, blanda af smjöri og olíu gerir það að verkum að kakan verður mýkri en ef það væri bara smjör í henni. Gríska jógúrtin frá Örnu setur svo punktinn yfir i-ið.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.