Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og hún er. Kanillinn er eitthvað svo haustlegur og ég finn að ég sæki frekar í uppskriftir með kanil þegar það fer að hausta. Tengið þið við það?
Það er í raun tvennt sem gerir hana svona mjúka, blanda af smjöri og olíu gerir það að verkum að kakan verður mýkri en ef það væri bara smjör í henni. Gríska jógúrtin frá Örnu setur svo punktinn yfir i-ið.
Leave a Reply