Þessar vanillubollakökur eru algjörlega truflaðar. Dúnmjúkar og flöffí og passa fullkomlega með þessu dásamlega kremi.
Ég mæli auðvitað með því að fara 100% eftir uppskriftinni en þannig verða þær svona fullkomnar. Þær eru mjög einfaldar en aðferðin er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast. Ég nota síðan vanillu ab mjólkina frá Örnu í deigið en það er að mínu mjög mikilvægt atriði. Hafið öll hráefnin við stofuhita og þá eru þið golden!
Þær eru svolítið eins og tómur strigi, það er hægt að nota hvaða krem sem er eða bara jafnvel sleppa því. Ég valdi að setja á þær uppáhalds kremið mitt sem er cappuccino nutella krem en að mínu mati er fátt sem toppar það.
Leave a Reply