Innihaldslýsing

1/2 bolli jurtaolía
60g mjúkt smjör
1 1/2 bolli sykur
4 egg við stofuhita
1 tsk vanilludropar
3/4 tsk ekta vanillukorn (Ég notaði frá Rapunzel en líka hægt að fá frá öðrum merkjum)
2 og 3/4 bolli hveiti, ég notaði rautt Kornax
2 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt mulið
1 bolli AB mjólk frá Örnu með vanillu
Þessar vanillubollakökur eru algjörlega truflaðar. Dúnmjúkar og flöffí og passa fullkomlega með þessu dásamlega kremi. Ég mæli auðvitað með því að fara 100% eftir uppskriftinni en þannig verða þær svona fullkomnar. Þær eru mjög einfaldar en aðferðin er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast. Ég nota síðan vanillu ab mjólkina frá Örnu í deigið...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur
2.Setjið olíu, smjör og sykur í hrærivélaskál og þeytið - Skafið niður og þeytið í 5 mín þar til blandan verður ljós og flöffí
3.Setjið eitt egg í einu saman við, látið vélina vinna í nokkrar sekúndur á milli
4.Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið aðeins saman með gaffli
5.Setjið helminginn af þurrefnunum saman við og hrærið þar til deigið er rétt byrjað að koma saman. Setjið ab mjólkina og restina af hveitinu út í og hrærið ekki lengur en bara rétt þannig að deigið sé samfellt og kekkjalaust.
6.Fyllið formin að 3/4. Bakist í 20-26 mín. Fer eftir stærð formanna og ofnum. Fylgist bara vel með eftir 20 mín og ef prjónn kemur hreinn upp sem stungið er í eina köku þá eru þær tilbúnar.
7.Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Þessar vanillubollakökur eru algjörlega truflaðar. Dúnmjúkar og flöffí og passa fullkomlega með þessu dásamlega kremi.

Ég mæli auðvitað með því að fara 100% eftir uppskriftinni en þannig verða þær svona fullkomnar. Þær eru mjög einfaldar en aðferðin er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast. Ég nota síðan vanillu ab mjólkina frá Örnu í deigið en það er að mínu mjög mikilvægt atriði. Hafið öll hráefnin við stofuhita og þá eru þið golden!

Þær eru svolítið eins og tómur strigi, það er hægt að nota hvaða krem sem er eða bara jafnvel sleppa því. Ég valdi að setja á þær uppáhalds kremið mitt sem er cappuccino nutella krem en að mínu mati er fátt sem toppar það.

Arna AB m/vanillubragði 1L

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.