Innihaldslýsing

1 msk olía
2 skarlottlaukar, þunnt skornir
1 msk fínrifið engifer
2 msk grænt karrýmauk
950 ml kjúklingasoð (eða vatn og 1-2 msk kjúklingakraftur)
1 dós kókosmjólk
2 msk fiskisósa (fish sauce)
4 tsk púðursykur
safi úr 1 límónu (lime)
1/2 tsk turmeric
Annað:
100 g þunnar hrísgrjónanúðlur
1/2 eldaður kjúklingur, rifinn niður með gaffli
1 búnt kóríander, saxað
4 vorlaukar, þunnt skornir
chilísósa
límóna skorin í báta
Þessi súpa er í miklu uppáhaldi og er hin fullkomna mánudagssúpa, því að hún er svo frábær kostur þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag, nennir ekki að elda en langar samt í eitthvað gott. Súpan er fáránlega auðveld en bragðast eins og súpa á bestu veitingastöðum. Ég mæli með því að gera sér ferð í asískar verslanir og kaupa gott karrýmauk. Njótið vel!

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu í potti við miðlungshita og steikið skarlottlauk og engifer í 2-3 mínútur.
2.Bætið grænu karrý saman við og steikið í 1 mínútur.
3.Látið kjúklingasoð, kókosmjólk, fiskisósu, púðursykur, límónusafa og turmeric saman við og látið malla í 5 mínútur.
4.Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
5.Smakkið súpuna til og bætið við að eigin smekk.
6.Látið núðlur og kjúkling í skálar og toppið með kóríander, vorlauk og toppið jafnvel með smá chilísósu (ég notaði rautt chilí).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.