Innihaldslýsing

4 msk smjör
½ laukur, smátt saxaður
2 bollar arborio hrísgrjón (risotto grjón)
250ml hvítvín
1.2l soð (1.2l. vatn, 1 msk kjúklingakraftur, 4 msk humarkraftur, 1 sjávarréttateningur)
1 poki risarækjur, um 450g
200g lax, skorinn í bita
1 krukka Wild garlic pestó frá Sacla
Salt og svartur pipar
Risotto er alveg sérlega einfaldur réttur en örlitla þolinmæði þarf til. Það sem er svo skemmtilegt við þennan klassíska ítalska rétt er hversu fjölbreyttar útgáfur er hægt að gera af honum. Grunnurinn er ávallt sá sami, arborio hrísgrjón ásamt góðu soði. Oft er einhverskonar laukur, hvítvín og parmesan einnig hafður með. Þessi útgáfa er ein...

Leiðbeiningar

1.Saxið laukinn smátt. Útbúið soðið með því að setja vatn og kraft saman í pott og hita þar til krafturinn er uppleystur.
2.Setjið smjörið á pönnu og steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Hellið hrísgrjónunum út á pönnuna og steikið í smjörinu í 2-3 mín. Hellið hvítvíninu saman við. Þegar það er nánast allt uppgufað setjið þið eina ausu í einu af soði út á pönnuna. Látið soðið gufa alveg upp á milli. Endurtakið þar til soðið er allt komið saman við hrísgrjónin.
3.Snöggsteikið risarækjurnar í örlitlu smjöri, takið af pönnunni og endurtakið með laxinn. Gott er að setja örlítið af salti og pipar á laxinn og rækjurnar.
4.Hrærið pestóinu saman við risottóið. Setjið lax og rækjur því næst saman við og veltið varlega á pönnunni.
5.Berið fram með góðu brauði, salati og jafnvel köldu hvítvínsglasi.

Risotto er alveg sérlega einfaldur réttur en örlitla þolinmæði þarf til. Það sem er svo skemmtilegt við þennan klassíska ítalska rétt er hversu fjölbreyttar útgáfur er hægt að gera af honum. Grunnurinn er ávallt sá sami, arborio hrísgrjón ásamt góðu soði. Oft er einhverskonar laukur, hvítvín og parmesan einnig hafður með. Þessi útgáfa er ein af mínum uppáhalds en í því eru risarækjur, lax og dásamlegt hvítlauks pestó frá Sacla. Fullkominn réttur til að bera fram um helgar eða t.d í matarboðið.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.