Innihaldslýsing

1 heill kjúklingur
1 appelsína
6 hvítlauksgeirar
500 ml bjór að eigin vali
Dass jurtasalt, við notuðum Herbamare frá a.Vogel
Salt og pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Skolið kjúklinginn vel og þerrið. Undirbúið fat með loki fyrir kjúklinginn. Hitið ofninn í 150°C
2.Appelsína er skorin í báta og hvítlaukurinn hreinsaður og kraminn. Helmingur af apelsínuni og hvítlauknum er settur inn í kjúklinginnn. Hin helmingur af appelsínu og hvítlauk ásamt bjórnum fer í fatið.
3.Setjið vel af jurtasalti yfir kjuklingin, setjið lok á fatið og inn í ofn þar til kjarnhiti kjuklingsins nær 55°C eða um 40 mín. Staðsetjið hitamælirin í þykkasta partin á milli lærsins og bringunar.
4.Takið lokið af, hækkið ofninn í 220°C. Salt og piprið kjuklingin og aftur inn í ofn þar til húðin verður fallega gyllt og kjarnhiti hefur náð allavega 70°C en má alveg fara ofar.
5.Mikilvægasta skrefið þegar kemur að því að elda kjöt - leyfið því að hvíla. Færið varlega kjúklinginn úr fatinu á skurðabretti eða disk. Breiðið léttilega með álpappír og gefið honum 10-15 mín í ró og næði.

Her er á ferð ótrúlega einföld aðferð sem gefur silkimjúkan og bragðgóðan kjukling. Þetta er ekki bara einföld og geggjuð uppskrift sem virkar, heldur er hún einnig mjög ódýr. Við matarmenn gerðum þennan í okkar „sparnaðarvíku“ áskorun og við vorum heldur betur ánægðir með hann. Hreinlega mýksti kjuklingur sem við höfum smakkað.

Fylgið @matarmenn á Instagram

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.