Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...

Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið.
Ég vona að þið njótið helgarinnar og munið að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt!Ómótstæðileg peacan pie
bökudeig
100 g smjör
180 g hveiti
1 eggjarauða
1/2 tsk. salt
3 tsk. vatn
Aðferð
Blandið öllu saman og hnoðið deigið. Fletjið út og setjið í formið (23 cm).

fylling
1 bolli púðusykur
1/4 bolli sykur
1/2 bolli smjör, brætt
2 egg
1 msk  hveiti
1 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
1 bolli saxaðar pecanhnetur
súkkulaði, saxað

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°C
  2. Hrærið eggin þar til þau eru farin að freyða og bætið þá inn bræddu smjörinu. Bætið útí púðusykri, sykri og hveiti og blandið vel. Látið síðan útí, mjólk, vanillu og hnetur.
  3. Hellið fyllingunni í formið með bökudeiginu. Bakið í 10 mínútur við 200 gráður en lækkið hitann svo ofninn í 175 gráður og bakið í 30-40 mínútur eða þar til bakan er tilbúin.
  4. Takið bökuna úr ofninum og stráið súkkulaði yfir hana. Látið kólna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.